RUV

Það er auðvitað stórmerkilegt að ríkisútvarpið á föstum fjárlögum skuli vera að djöflast á auglýsingamarkaði og ekki síður að RUV skuli ekki telja eftir sér að rjúfa dagsrkárliði endurtekið vegna auglýsinga.

Þetta er það sem við fáum fyrir nauðungaráskriftina.

Þökk sé stjórnmálamönnum sem í þessu sem öðru vita hvað okkur almúganum er fyrir bestu.


mbl.is Stillimynd á SkjáEinum í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Merkilegt samt hvað þessa svokölluðu einkareknu sjónvarpstöðvar eru alltaf að agnúast út í RÚV var RÚV ekki á markaðnum þegar þeir hófu starfsemi þannig að það lá allt fyrir þegar þeir hófu starfsemi það hefur ekkert breyst, þá voru útvarpstjóri og forstjóri 365 í kastljósi um daginn þar sem Páll Magnússon sagði að RÚV hefi minnsta hlutan af auglýsingamarkaðnum en væri með dýrasta verðið og ekki mótmælti Ari því.  Að auki þá hafa samtök auglýsenda og auglýsingarstofur ítrekað sagt frá því að RÚV hreinlega verði að vera á markaðnum. stöndum frekar vörð um RÚV og menningarverðmæti og gildi þess.

Sæmundur (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 18:17

2 identicon

Rétt er að RÚV var hér fyrir en þeir auglýstu að hluta til vegna þess að það var nauðsynleg þjónusta sem þeir hefðu átt að hætta strax og stöð 2 tók til starfa. Ríkið á ekki að keppa við einkaaðila. Það þjónar ekki hagsmunum ríkisins að einkaaðilar geti ekki haldið áfram rekstri vegna keppni frá ríkinu sjálfu.

Sigurður J Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 20:45

3 identicon

Ætlar fólk endalaust að kóa með þessum útrásarvíkingum sem settu þjóðina á hausinn? Ef Exista getur ekki rekið stöðina sína, skulu þeir bara hætta því, ekki vera að kenna auglýsingum á RÚV um. RÚV var og er rekið fyrir afnotagjöld og auglýsingar, það hefur ekkert breyst.

Bobbi (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 21:28

4 identicon

Semsagt skítt með það að það eru hundruðir manns sem vinna hjá fyrirtækjum í eigu þessara útrásarvíkinga, við viljum bara meiða þá á kostað almúgans. Skil ég þetta rétt Bobbi?

Sigurður J Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 22:51

5 identicon

Enn fólkið sem vinnur hjá ríkinu td. RÚV á það þá að missa vinnuna þegar einhver ákveður að stofna fyrirtæki td. skjá einn eða eitthvað annað ef ríkið á að hætta að keppa við markaðinn (sem hefur nú aldeilis staðið sig vel eða hvað)

Sæmundur (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband