Ekki ég...

Mér er orða vant.

Ætlar enginn úr hópi stjórnmálamanna, hópi stjórnenda bankanna og hópi forstöðumanna íslenskra eftirlitsstofnana að horfast í augu við sjálfan sig og skammast sín ?

Líklega má segja að orðið "ósvífni" hafi í dag öðlast nýja og dýpri merkingu. Þjóðin orðið að alþjóðlegu aðhlátursefni og það er allt einhverjum öðrum að kenna !


mbl.is Þeir felldu bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn

Í ljósi algers fyrirhyggjuleysis íslenskra stjórnmála- og embættismanna á undanförnum mánuðum og þess trúnaðarbrests sem nú hefur orðið milli almennings og þeirra hlýtur það að teljast rökréttur kostur að fá erlenda fagmenn til að taka við fjármálastjórninni.

Stjórnmálaflokkarnir sem eru auðvitað vanir að hafa ítök í öllu íslensku þjóðlífi (meira að segja hafa verktakar átt erfitt með að fá að grafa skurði nema vera í réttum flokki !) eru lítt hrifnir að þessari lausn enda vanari því að koma eigin gæðingum milliliðalaust að kjötkötlunum.

Almenningur sem nú á að hamast við að "standa saman" og borga reikninginn hefur ekki efni á frekara ábyrgðarleysi og óskar eftir aðkomu fagaðila.

 


mbl.is Ákvörðun á allra næstu dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öryggisráðið

Þetta er eðlileg niðurstaða.

Það væri ábyrgðarhluti að öðrum þjóðum að treysta Íslendingum sem hafa rækilega sýnt það að undanförnu að þeir kunna ekki fótum sínum forráð fyrir sæti í Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna.

Vonandi nýtir íslenskur almenningur þetta sem enn eitt "wake up call-ið" um að algerrar endurskipulagningar sé þörf.


mbl.is Ísland náði ekki kjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsbankamenn svari

Það eru ekki bara bankamenn sem eiga ýmsum spurningum ósvarað.

Stjórnmálamenn, þ.m.t. Alþingismenn, starfsmenn Seðlabanka Íslands og starfsmenn Fjármálaeftirlitsins þurfa að skýra algert andvaraleysi sitt í Hrunadansi undanfarinna ára þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir innlendra og erlendra sérfræðinga.

 


mbl.is Landsbankamenn svari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný krabbameinslyf

Því fylgir alltaf nokkur spenna þegar fréttir berast af nýjum möguleikum í meðferð krabbameina. Sú sem hér er lýst gefur vissulega tilefni til að vona að hér kunni að leynast möguleiki til þróunar nýrra lyfja. Smíði og hönnun slíkra lyfja mun ef vel gengur taka einhver ár og munu síðan líða fleiri ár þar til dýratilraunir og síðar klínískar rannsóknir á mönnum leyfa að viðkomandi lyf verði skráð og sett á markað.

Mér er það minnisstætt að árið 2000 höfðu menn einu sinni sem oftar leyst krabbameinsgátuna, og fólst lausnin í því að gefa sjúklingum æðahamlandi lyf, - endostatin og angiostatin. Lyfin lofuðu mjög góðu eftir tilraunir í músum og nú var komið að því að reyna þau í klínískum fasa 1 rannsóknum í mönnum. Ég var um þetta leyti á síðasta ári í sérnámi mínu í krabbameinslækningum við háskólann í Madison, Wisconsin, og við höfðum fengið leyfi til að vera eitt af tveimur eða þremur krabbameinscentrum í Bandaríkjunum sem fengu að setja sjúklinga á endostatin. Vonir voru miklar og mikil ásókn sjúklinga í að fá að taka þátt í rannsókninni og reyna hið nýja lyf. Við byrjuðum rólega en jukum skammtana smátt og smátt til að fylgjast með hugsanlegum aukaverkunum. Til að gera langa sögu stutta svöruðu engir sjúklingar lyfinu. Vonbrigðin voru mikil. Enn og aftur kom í ljós að menn eru ekki mýs. Gamansamir sjúklingar hönnuðu í kjölfarið barmmerki og báru sem á stóð: "If I were a mouse, I would be cured".

Til að enda þetta á jákvæðari nótum er ljóst að framfarir í krabbameinslækningum eru að jafnaði hægar en stöðugar. Okkur þokar smátt og smátt áleiðis og öðru hvoru dettum við í lukkupottinn og fram koma lyf sem gjörbreyta horfum sjúklinga. Í því sambandi má benda á lyf eins og imatinib sem notað er í meðferð ákveðinna tegunda hvítblæðis og smágirnisæxla eða trastuzumab sem notað er í sumum afbrigðum brjóstakrabbameina.


mbl.is Merkileg uppgötvun í krabbameinsrannsóknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Randy Pausch

Einstakur maður. Húmor er sannarlega þroskaður varnarháttur.
mbl.is Höfundur Síðasta fyrirlestrarins látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sr. Sigurbjörn í Reykholti

Alltaf þegar ég heyri af Sigurbirni biskup kemur mér í huga orðið viska. Ég mun svo sannarlega gera hvað ég get til að mæta í Reykholt og hlýða á þennan aldna heiðursmann.
mbl.is Sigurbjörn prédikar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldir, skuldir, skuldir

Algengt er að verðtryggð húsnæðislán beri nú 6-7% vexti sem þýðir að miðað við verðbólgu dagsins í dag vaxa verðtryggðar húsnæðislánaskuldir heimilanna um 20% á ári. Höfuðstóll 30 milljón króna láns vex því um 6 milljónir á ári eða 500 þús á mánuði. Þegar við þetta bætist að krónan hefur fallið um tæp 40% frá áramótum og rýrt þannig eignir einstaklinga verulega má öllum ljóst vera að ekki verður lengur hjá því komist að kryfja fjármála- og hagkerfi þjóðarinnar til mergjar. Fá heimili eða fyrirtæki munu þola þessa ágjöf til lengdar. Aðgerða er þörf.


mbl.is Verðbólgan mælist nú 13,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Santa Maria

Við stórfjölskyldan höfðum tilefni til að fagna í gær og brugðum undir okkur betri fætinum og fórum á veitingahús. Santa Maria varð fyrir valinu. Þar má fá góðan mat frá Mexico og dýrustu réttirnir eru á 990 kr. Ekki var heldur að því að spyrja að fullt var út úr dyrum og ánægjulegt til þess að vita að hægt er að gera sér dagamun á Íslandi og fara út að borða án þess að það setji fjárhaginn á hliðina.

Flottur hattur

Þegar ég var 7 ára var haldið grímuball í skólanum. Ég fór og þóttist vera hershöfðingi. Á höfði bar ég forláta pappa-hershöfðingjahatt sem ég sé nú að var hreint ekki ósvipaður hattinum hans Mladics. Minn var þó ívið tilkomumeiri því uppúr honum miðjum stóð rauð fjöður ! Vonandi tekst fljótlega að finna grímuballið sem Mladic dansar á og fletta af honum grímunni.
mbl.is Þrýst á Serba að finna Mladic
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband